Hvað er kvef og inflúensa?

Veirusýkingar í öndunarfærum sem einnig eru þekktar sem kvef, eru algengustu sýkingarnar hjá mönnum. Nokkrar veirutegundir tengjast kvefi, þar á meðal nasaveira sem er algengust.¹

Meðgöngutími smitsjúkdóms er tíminn frá smiti þar til einkenni koma fram. Þessi tími er mismunandi eftir tegund veiru og getur verið allt frá hálfum degi upp í rúma viku fyrir sumar veirur.²

Algeng einkenni kvefs og inflúensu eru nefrennsli eða nefstífla og særindi í hálsi. Önnur einkenni geta verið vægur hósti, höfuðverkur og hiti. Kvef varir venjulega í innan við tíu daga.¹

Að meðaltali fá menn kvef 2 til 5 sinnum á ári. Börn fá þó oftar kvef eða 7 til 10 sinnum á ári, en tíðnin minnkar yfirleitt með aldrinum.³

Hvernig er hægt að fyrirbyggja kvef- og inflúensusmit

Leiðbeiningar til að draga úr hættu á smiti af kvefi, inflúensu og öðrum öndunarfærasýkingum:

Mýtur um kvef og inflúensu

Það eru til ýmsar ranghugmyndir um kvef og hvernig hægt sé að forðast það. Kynntu þér hvaða mýtur gætu haft snefil af sannleika í sér.

Kvef og inflúensa er það sama

Sjúkdómarnir orsakast af mismunandi sýklum. Inflúensuveirur valda inflúensu, en kvef getur verið af völdum yfir 200 mismunandi veira.

 

Kvef kemur oftast smám saman, á meðan inflúensa kemur skyndilega og henni fylgja oft hiti og vöðvaverkir.

Blautt hár getur valdið kvefi

Blautt hár veldur ekki kvefi, það orsakast af smiti frá algengum kvefveirum.

 

Ef ónæmiskerfið er hins vegar veikt getur kuldi veikt það enn frekar. Blautt hár í kulda getur lækkað líkamshita, sem getur haft neikvæð áhrif á veikt ónæmiskerfi, þannig að best er að forðast að fara út í kuldann með blautt hár.

Haltu fyrir munninn þegar þú hóstar

Margir halda enn að það sé kurteisi að halda fyrir munninn með höndinni þegar hóstað er. Ef þú hóstar í höndina flyturðu gríðarlegt magn veira yfir í lófa þinn. Ef þú snertir svo hluti eykur það smithættu fyrir aðra mjög mikið. Ráðleggingin núna er að hósta í olnbogabótina.

C-vítamín getur læknað kvef

Svo virðist sem að dagleg inntaka C-vítamíns hafi engin raunveruleg áhrif á kvef, þó það geti haft örlítil jákvæð áhrif á lengd kvefs, en aðeins ef það er hluti af daglegri rútínu. Stórir skammtar af C-vítamíni eftir að kvef hefur byrjað hafa ekki sýnt nein áhrif á lengd eða alvarleika kvefs.