ColdZyme®

Protects against common cold viruses

Verndar gegn kvefveirum

ColdZyme® er munnúði sem meðhöndlar og dregur úr einkennum kvefs. ColdZyme® munnúði er einstakur, þar sem úðinn myndar strax varnarhjúp sem verndar þig gegn orsökum kvefsins, kvefveirunni.

ColdZyme® verkar á þrjá vegu:

  • VERNDAR gegn kvefi
  • STYTTIR kveftímabilið ef notað er frá fyrstu einkennum
  • LÉTTIR á einkennum kvefs

Hægt er að nota ColdZyme® fyrir og meðan á sýkingu stendur fyrir fullorðna og börn frá 4 ára aldri.
ColdZyme® er CE-merkt lækningatæki, How ColdZyme® works

Þannig virkar ColdZyme® 

ColdZyme® munnúði er einstakur vegna þess að hann vinnur gegn orsökum kvefs, sjálfri kvefveirunni. ColdZyme® er auðvelt í notkun og virkar samstundis með því að mynda verndarhjúp í munnholi og koki.
Verndarhjúpurinn dregur úr getu kvefveirunnar til að sýkja frumur þannig að líkaminn geti losað sig við þær á náttúrulegan hátt.
ColdZyme® verndar gegn kvefveirum, dregur úr einkennum og getur stytt kveftímabilið ef notað frá fyrstu einkennum. ColdZyme® er til í 20 ml pakkningum.

ColdZyme® verndarhjúpurinn samanstendur, meðal annarra efna, af tveimur innihaldsefnum sem saman veita öfluga vörn

   Glýseról   

+

   Trypsín   

Traps

Stöðvar

Glýseról myndar öflugan verndarhjúp í koki sem stöðvar kvefveirurnar.

Deactivates

Hindrar

Trypsín dregur úr getu kvefveirunnar til að bindast frumunni og kemur þannig í veg fyrir að veiran smiti frumur.

Protects

Verndar

ColdZyme® verndar hjúpurinn verndar munnhol og háls

Hvenær á að nota ColdZyme®

Byrjaðu að nota ColdZyme® um leið og kvefeinkenna verður vart eða þú getur verið í hættu á að smitast af kvefveirunni.
Haltu áfram notkun á ColdZyme® þar til einkennin hverfa.

When to use ColdZyme®

Hér að ofan má sjá dæmi um fyrstu einkenni kvefs

Hvernig á að nota ColdZyme®

ColdZyme® er mjög auðvelt í notkun, sjá leiðbeiningarnar hér að neðan. Ef að þú vilt frekari upplýsingar lestu áfram.

Coldzyme® video
Play

1. Opnaðu munninn og beindu úðastútnum að kokinu.

2. Þrýstu dælunni niður og úðaðu tvisvar (einn skammtur) á tveggja klukkustunda fresti allt að 6 sinnum á sólarhring á meðan auknar líkur eru á kvefsmiti eða þar til einkennin hverfa.

Leiðbeiningar fyrir notkun

Upplýsingar

ColdZyme® 20ml

Innihaldsefni:
Glýseról, vatn, trypsín úr þorski, etanól, kalsíumklóríð, trómetamól og mentól.

ColdZyme® er án sykurs og inniheldur engin rotvarnarefni, glúten eða mjólkursykur.

Umhirða og geymsla:
Geymið ColdZyme® við stofuhita, við lægri hita en 25°C.
Geymsluþol vörunnar eru 36 mánuðir frá framleiðsludegi.

Sjá fyrningardagsetningu á flöskunni eða á umbúðum.
Sama geymsluþol gildir fyrir opnaðar sem óopnaðar flöskur.

Coldzyme® 20ml
What is Trypsin?

Hvað er trypsín?

Á áttunda áratugnum tók íslenski vísindamaðurinn Jón Bragi Bjarnason prófessor eftir því að starfsfólk í fiskvinnslu var með óvenju heilbrigða og mjúka húð á höndum.

Þar sem fólkið starfaði við að hreinsa fisk hefði mátt halda að húðin á höndunum hlyti að vera sprungin og fleiðruð. Var eitthvað í fiskinum sem hafði verndandi áhrif?

Svarið var já.

Rannsóknarhópnum tókst að sýna fram á að í sumum kuldaaðlöguðum sjávarlífverum eru ensím með góða verndandi eiginleika. Þróunarvinnan leiddi svo smám saman til alþjóðlegs einkaleyfis á kuldaaðlagaða sjávarensíminu trypsíni. Ensímið er unnið sem hliðarafurð við þorskvinnslu og veldur því ekki álagi á vistkerfi sjávar.

What is cold?

Hvað er kvef?

Veirusýkingar í öndunarfærum, einnig þekkt sem kvef eru algengasti smitsjúkdómur mannkynsins. Margar gerðir veira valda kvefi en algengastar eru rhinoveirur.1
Meðgöngutími smitsjúkdóms er tíminn frá útsetningu smits þangað til einkenna verður vart. Meðgöngutíminn er breytilegur eftir tegund veiru, allt frá hálfum degi upp í viku og fer eftir tegund veirunnar.2

Algeng einkenni eru nefrennsli, stíflað nef og særindi í hálsi. Einkenni geta einnig verið vægur hósti og höfuðverkur ásamt hita. Venjulegt kvef varir yfirleitt yfir í færri en tíu daga og að meðaltali fær fólk kvef tvisvar til fimm sinnum á ári.3

Börn eru sá hópur sem fær oftast kvef eða 7 til 10 sinnum á ári3 - en tíðnin lækkar með hækkandi aldri.

1 Wat, Dennis. The common cold: a review of the literature, European Journal of Internal Medicine. 15 (2004): 79-88
2 Lessler, Justin et al. Incubation periods of acute respiratory viral infections: a systematic review,
The Lancet Infectious Diseases, Volume 9, Issue 5, 291-300.
3 Hull D, et al. Effects of creating a non-specific, virus-hostile environment in the nasopharynx on symptoms and duration of common cold. Acta Otorhinolaryngol Ital. 2007 Apr; 27(2): 73-7.

How to prevent common cold infection

Hvernig koma á í veg fyrir að smitast af kvefi

Eftirfarandi ráð geta dregið úr smithættu af völdum kvefs og annarra öndunarfærasjúkdóma:

  • Haldið að minnsta kosti 1,5 meters fjarlægð á milli þín og þeirra sem eru með kvefeinkenni eins og hósta og hnerra.
  • Þvoðu hendurnar reglulega með heitu vatni og sápu í að minnsta kosti 20 sekúndur eða notaðu handspritt. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú hefur hóstað, hnerrað eða komist í snertingu við fólk sem er með kvefeinkenni.
  • Hóstaðu eða hnerraðu alltaf í olnbogabótina.
  • Þrífðu eða sótthreinsaðu snertifleti.
  • Forðastu að snerta andlitið, sérstaklega munn, nef og augu.
  • Hentu þurrkum strax eftir notkun.
  • Vertu heima ef þú finnur fyrir slappleika svo að þú smitir ekki aðra.
  • Reyndu að viðhalda heilbrigðum lífstíl.

Mýtur um kvef og flensu

Það er mikið til af mýtum um hvernig við fáum kvef og hvernig við eigum að forðast að fá kvef, hér verður farið yfir eitthvað af þessum mýtum og hvort að það sé einhver sannleikur á bak við þær.

Samfélagsleg ábyrgð ColdZyme® 

Sustainability

Sjálfbærni

Allar umbúðir ColdZyme® eru endurvinnanlegar. Trypsín ensímið í ColdZyme® er unnið með sjálfbærum hætti sem hliðarafurð við þorskvinnslu.

Enzymatica

Enzymatica

ColdZyme® er framleitt af Enzymatica. Enzymatica er sænskt líftæknifyrirtæki með áherslu á rannsóknir, þróun og skráningu lækningatækja sem grundvallast á einkaleyfisverndaðri ensímatækni (t.d. trypsín í ColdZyme®).

Quality & Safety

Gæði og öryggi

Enzymatica þróar lækningatæki í lagaumhverfi, tilskipunum og stöðlum Evrópusambandsins. Fyrirtækið gerir rannsóknir og skráir niðurstöður gegnum lífsferil vörunnar til að tryggja að varan standist virkni- og árangurskröfur.

 

Algengar spurningar um ColdZyme®

Við hvaða sjúkdómum er hægt að nota ColdZyme®?

ColdZyme® munnúði er ætlað til notkunar við kvefi annaðhvort fyrirbyggjandi með því að draga úr hættu á smiti eða til að stytta kveftímabilið þegar það er notað frá upphafi einkenna. ColdZyme® dregur úr einkennum kvefs.

Hvernig á að nota ColdZyme®?

Beinið stútnum að kokinu og úðið tvisvar (einn skammtur) á tveggja tíma fresti til þess að draga úr líkum á smiti eða þar til einkenni eru horfin.

Getur hver sem er notað ColdZyme®?

ColdZyme® munnúði er fyrir fullorðna og börn frá 4 ára aldri, sé ekki um að ræða ofurnæmi/ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna.

Hvernig verkar ColdZyme® ?

ColdZyme® munnúði verkar með því að mynda verndarhjúp í munnholi og koki. Verndarhjúpurinn dregur úr getu veirunnar til þess að bindast frumunum í munnslímhúðinni og valda veikindum.

Er ColdZyme® lyf?

Nei. ColdZyme® munnúði er CE-merkt lækningatæki sem virkar á þann hátt að hann myndar tímabundinn, staðbundinn verndarhjúp á yfirborði slímhimnunnar í munnholi og koki. Ólíkt lyfjum hefur það engin lyfjafræðileg, efnaskipta- eða ónæmisfræðileg áhrif.

Mega konur nota ColdZyme® á meðgöngu eða við brjóstagjöf?

Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun ColdZyme® á meðgöngu og við brjóstgjöf. Þess vegna skal ávallt leita ráðgjafar hjá lækni fyrir notkun.

Varúðarráðstafanir

  • Ekki má nota ColdZyme® ef um er að ræða ofurnæmi/ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna.
  • Ekki má nota ColdZyme® á meðgöngu eða við brjóstagjöf þar sem engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar.
  • Ekki má nota ColdZyme® eftir aðgerð í munni og/eða koki fyrr en sárið hefur gróið, án samráðs við lækni.
  • Andaðu ekki að þér um leið og þú úðar þar sem það getur valdið ertingu í öndunarvegi, eins og hósta og hæsi.
  • Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá til þess að fyrirbyggja slys vegna smárra hluta sem geta fests í hálsi.
  • Leitaðu til læknis ef að þú ert með háan hita eða einkenni sem eru verri en venjuleg einkenni kvefs, einkenni gætu verið vegna annarra sjúkdóma.
  • Til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma ætti aðeins einn notandi að nota hvern úðastauk.
  • Fyrir hámarksvirkni skaltu ekki borða né drekka 20 mínútum eftir notkun.
  • Ekki nota vöruna ef umbúðir eru rofnar eða skemmdar.

Hafa samband

Hafðu samband, við aðstoðum þig gjarnan.
Við viljum tryggja öryggi þitt, ef þú hefur ekki fundið svar við þinni spurningu, vinsamlegast sendu okkur skilaboð með því að velja flokk hér að neðan.

Fyrirspurnir um vöru
Fyrirspurnir um vöru Fyrirspurnir um vöru Almennar fyrirspurnir Senda inn kvörtun

Samskipti við fjölmiðla og fjárfesta

Samskipti við fjölmiðla og fjárfesta

Netfang:

info@enzymatica.com.